Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg róla innkölluð hjá Bauhaus

05.05.2021

FréttamyndNeytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á rólunni Round Swing with Net frá framleiðandum Nordic Play sem var til sölu hjá Bauhaus. Við prófun á rólunni kom í ljós að festingar uppfylltu ekki skilyrði staðla um öryggi leikfanga og því væri hætta á að festingar gætu losnað með þeim afleiðingum að börn falli úr rólunni,

Neytendastofa hvetur þá sem eiga umrædda rólu að skila henni til seljanda. Málið kom upp við eftirlit Neytendastofu vegna þátttöku í samstarfsverkefni með vörueftirlitsstjórnvöldum í Evrópu. Markmið verkefnisins var að kanna öryggi stærri leikfanga á íslenskum markaði og hvort þau stæðust viðeigandi lágmarkskröfur.

Hægt er að lesa nánar um ákvörðun Neytendastofu hér.

TIL BAKA