Fara yfir á efnisvæði

Skráning og notkun lénsins sending.is

10.05.2021

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Hraðsendingar ehf. á léninu sending.is. Í kvörtuninni kom fram að Sending ehf. hafi starfrækt sendibílaakstur í rúm 20 ár og sinni sendingum af öllu tagi. Nú hafi annar aðili tekið upp nafn félagsins sem skapi ruglingshættu fyrir viðskiptavini félaganna.

Af hálfu Hraðsendingar var tekið fram að starfsemi félagsins felist í sendingum á smáum hlutum beint úr verslun og heim til neytenda og því sé ekki um sendibílaþjónustu að ræða. Þá sé orðið sending almennt og lýsandi fyrir starfsemi félaganna og skorti því sérkenni til að njóta verndar.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að viss þjónustulíkindi séu með starfsemi félaganna og þeir geti talist keppinautar á markaði sé orðið sending það almennt og lýsandi fyrir umrædda starfsemi og þjónustu að skráning og notkun Hraðsendingar á léninu væri ekki brot gegn ákvæðum laga nr. 57/2005.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér

TIL BAKA