Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla

18.05.2021

Innkallaður borðbúnaður IKEA

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á HEROISK og TALRIKA diskum, skálum og bollum vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. Í tilkynningu IKEA kemur fram að hætta er á að borðbúnaðurinn brotni og valdi hugsanlega bruna ef innihaldið er heitt. Allar vörur IKEA eru prófaðar og standast viðeigandi reglugerðir og staðla. Þrátt fyrir það höfum við fengið tilkynningar um að þessi vara eigi það til að brotna.

IKEA hvetur alla sem eiga HEROISK og TALRIKA diska, skála og bolla til að skila þeim og fá að fullu endurgreitt. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.


TIL BAKA