Fara yfir á efnisvæði

Apótek sektuð vegna verðmerkinga.

21.07.2021

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum í Reykjanesbæ og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á þrjú þeirra. Skoðunin tók til fimm apóteka á svæðinu og voru í fyrstu heimsókn gerðar athugasemdir við þau öll. Í skoðununum var sérstaklega kannað hvort vörur væri verðmerktar, hvort verðmerking væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Þeim fyrirmælum var beint til allra apótekanna að bæta verðmerkingar. Skoðuninni var fylgt eftir með nýrri skoðun og kom í ljós að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum.

Í kjölfar seinni skoðunar taldi Neytendastofa því tilefni til að sekta þrjú apótek sem ekki bættu verðmerkingar sínar með fullnægjandi hætti milli skoðana, Apótekarinn í Keflavík, Reykjanesapótek og Apótek Suðurnesja. Hvert apótek var sektað um 50.000 kr.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA