Fara yfir á efnisvæði

Sameiginlegt átak í öryggi barnavara

23.09.2021

Fréttamynd

Sameiginlegt átak í öryggi barnavara
Neytendastofa tók þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnanir í Evrópu þar sem skoðuð voru barnahreiður, svefnpokar og vöggur sem hægt er að festa við hjónarúm. Markmiðið með átakinu var að kanna öryggi í umhverfi mjög ungra barna. Strax í upphafi kom í ljós að ungbarnahreiður eru ekki mikið notuð í öðrum ríkjum, aðallega voru þau notuð á Norðurlöndunum. Jafnframt nota Skandínavíu löndin ekki svefnpoka fyrir börn til að sofa í á næturnar og hliðarvöggur eru ekki jafn vinsælar hjá öðrum þjóðum eins og hér. Neytendastofa skoðaði því ekki svefnpoka sem eru ætlaðir til að sofa í á næturnar og önnur ríki skoðuðu ekki hreiður.

Af þeim svefnpokum, hreiðrum og hliðar vöggum sem voru sendar til prófunar 59 vörur, 28 hreiður, átta hliðarvöggur, og 23 svefnpokar, til prófunar á prófunarstofu í Ítalíu. Um 97% af barnavörunum sem sendar voru til prófunar féllu.

Allar hliðarvöggurnar féllu á prófunum. Sjö vöggur féllu vegna þess að hönnun þeirra var ekki í samræmi við staðla en sex af þeim voru framleiddar í samræmi við eldri staðal sem gerði ekki ráð fyrir að vöggur væru festar við hjónrúm eða annað rúm. Á síðasta ári var gefin út uppfærður staðall þar sem kemur fram hvaða kröfur framleiðendur þurfa að uppfylla til að hliðarvöggur teljist öruggur svefnstaður fyrir ungabörn. Merkingum á öllum vöggunum var ábótavant meðal annars þar sem vantaði nánari upplýsingar um hvernig ætti að festa vögguna við rúm foreldra.

Það féllu 22 af 23 svefnpokum á prófunum, flestir vegna þess að framleiðslu og hönnun var mikið ábótavant.
Hreiður eiga eins og aðrar barnavörur að vera örugg en það er ekki enn til staðall þar sem skýrt kemur fram hvað má og hvernig eigi að hanna og framleiða hreiður. Vegna þess að staðall hefur ekki verið gerður fyrir hreiður þá var prófað eftir öðrum stöðlum varðandi almenn atriði sem geta einnig átt við um hreiðrin. Af 28 hreiðrum voru 24 með það mikið lárétt bil á milli hliðar á hreiðrinu og botns að höfuð barnsins gat farið á milli. Jafnframt voru á sumum hreiðrum of löng bönd eða smáir hlutir. Nú er verið að útbúa staðal um þær kröfur sem hreiður verða að uppfylla til að geta talist örugg og verða þá hafðar í huga prófanirnar á þessum hreiðrum.

Ráð fyrir neytendur:
• Lesið alltaf varúðarmerkingar og leiðbeiningar.

Hliðarvagga
• Það skiptir miklu máli að hliðarvöggur eða rúm sem fest eru á önnur rúm séu rétt fest
• Hafið alltaf hliðina uppi á vöggunni og hjólin læst ef barnið er eftirlitslaust í henni

Ungabarnahreiður
• Aldrei skilja barn eftir án eftirlits í ungbarnahreiðri
• Það á ekki láta hreiður vera á rúmi, sófa eða öðru mjúku og ójöfnu undirlagi þar sem það eykur hættu á     köfnun
• Hafið í huga að barn má ekki sofa í hreiðri

Niðurstöður prófunar voru senda til framleiðanda og innflutningsaðila. Almenn ánægja var með verkefnið og allflestir framleiðendur tilkynntu að framleiðslunni yrðir breytt til að hreiðrin væru öruggari fyrir kornabörn.

Neytendastofa vill þakka öllum innflytjendum og verslunareigendum fyrir góðar móttökur og skjót viðbrögð við athugasemdum.

TIL BAKA