Fara yfir á efnisvæði

Gætið varúðar við kaup á öryggishliðum fyrir börn

27.09.2021

FréttamyndNeytendastofa vill benda neytendum á að gæta varúðar við kaup og notkun á öryggishliðum fyrir börn.

Nokkuð hefur verið um ábendingar frá neytendum um öryggishlið sem gætu reynst hættuleg. Öryggishlið geta verið mismunandi og eru hönnuð með ákveðna notkun í huga og skulu þá ekki notuð öðruvísi. Þannig hafa t.d. komið upp mál þar sem neytendur hafa notað öryggishlið fyrir stigaop þegar hliðið var ekki hannað í þeim tilgangi. Við þær aðstæður skapast slysahætta fyrir börn þar sem hliðin geta t.d. losnað.

Neytendastofa vill því benda foreldrum á að kynna sér vel ætlaða notkun öryggishliðs áður en það er keypt til þess að ganga úr skugga um að hliðið henti í þeim tilgangi sem á að nota það. Mikilvægt er því að lesa vel leiðbeiningar um notkun þeirra og hafa samband við söluaðila þurfi nánari upplýsingar.

TIL BAKA