Fara yfir á efnisvæði

Sektir vegna verðmerkinga

08.02.2022

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvistinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Í verðmerkingareftirliti er skoðað hvort söluvörur eru verðmerktar, hvar sem þær eru sýnilegar eða aðgengilegar neytendum. Einnig er skoðað hvort að verðskrá yfir framboðna þjónustu sé sýnileg. Í verðmerkingareftirliti Neytendastofu gerðu starfsmenn stofnunarinnar athugasemdir við verðmerkingar í verslununum þar sem ástand verðmerkinga var ábótavant og hvatti stofnunin til úrbóta. Þegar starfsmenn Neytendastofu komu í annað sinn voru enn gerðar athugasemdir við verðmerkingar og því hefur stofnunin nú sektað fyrirtækin.

Ákvarðanirnar má finna hér.

TIL BAKA