Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

18.03.2022

Neytendastofa lagði bann við sölu og afhendingu á kertum sem seld voru í verslunum Samkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi kertanna.

Þar sem málaflokkurinn er fluttur til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kærði Samkaup ákvörðunina til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála en ekki áfrýjunarnefndar neytendamála. Samkaup gerði athugasemdir við meðferð málsins hjá Neytendastofu og að stofnunin hafi ekki rannsakað kertin. Í niðurstöðum úrskurðarins fjallar úrskurðarnefndin um skyldu framleiðenda og dreifingaraðila til að leggja fram gögn sem sýna fram á öryggi vöru. Nefndin taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við málsmeðferð Neytendastofu þar sem stofnunin leiðbeindi félaginu um það hvaða gögn væru nauðsynleg til að sýna fram á öryggi kertanna og rannsókn á kertunum hefði ekki breytt því að prófunarskýrsla lá ekki fyrir. Var ákvörðunin því staðfest.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA