Fara yfir á efnisvæði

Nýjar leiðbeinandi reglur Neytendastofu

06.04.2022

Neytendastofa hefur nú gefið út leiðbeinandi reglur um upplýsingar seljanda við fjarsölu sem eru ætlaðar öllum þeim sem selja vörur t.d. á netinu.

Leiðbeiningarnar byggja á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum, lögum um neytendasamninga og lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Markmið þeirra er að auðvelda fyrirtækjum að standa rétt að upplýsingagjöf sinni til neytenda til þess að tryggja að neytendur njóti þeirra réttinda lögin veita þeim. Með fjarsölu er átt við að neytandi kaupi vöru úr fjarlægð og án þess að hitta seljanda. Sömu reglur eiga við um sölu utan fastrar starfsstöðvar og eiga leiðbeiningarnar því jafnt við um þau tilvik. Í dag er netverslun algengasta form fjarsölu en undir þetta fellur einnig símasala.

Neytendastofu er falið eftirlit með þeim lögum sem fjallað er um í leiðbeiningunum og hefur heimildir til að grípa til úrræða ef brotið er gegn þeim. Þegar þörf er á gerir stofnunin athugasemdir við upplýsingagjöf eða skilmála og leitar skýringa fyrirtækisins. Ef ekki er farið að fyrirmælum stofnunarinnar eftir að málsmeðferð er lokið getur Neytendastofa lagt dagsektir á fyrirtæki og í alvarlegri málum eru lagðar á stjórnvaldssektir.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér.

TIL BAKA