Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar ILVA vegna TAX FREE auglýsinga

20.12.2022

Neytendastofu varð vör við TAX FREE auglýsingar ILVU sem birtust á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is en ekki var tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Við meðferð málsins kom fram af hálfu ILVA að vegna mistaka hafi láðst að tilgreina afsláttarprósentu á hluta þeirra auglýsinga sem voru birtar.

Vísaði stofnunin til skýrrar skyldu fyrirtækja að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar hvar sem tax free afsláttur er auglýstur. Tiltók stofnunin að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stofnunin hefur haft afskipti af markaðsefni félagsins í tenglum við svonefnda tax free daga vegna skorts á tilgreiningu prósentuafsláttar og í ljósi þess og til þess að tryggja varnaðaráhrif taldi Neytendastofa nauðsynlegt að sekta fyrirtækið.

Var því lögð stjórnvaldssekt á félagið fyrir brotið

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA