Fara yfir á efnisvæði

Vefnámskeið um auglýsingar á samfélagsmiðlum

12.10.2023

Neytendastofa vekur athygli á að þann 16. október n.k. verður boðið upp á stafræna kynningu á lagalegri miðstöð fyrir áhrifavalda (e. Influencer Legal Hub). Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að verkefninu í samstarfi við sérfræðinga um málefnið. Tilgangurinn með þessu er að veita áhrifavöldum, auglýsendum, markaðs- og auglýsingastofum og fleirum á þessu sviði almenna aðstoð um hvernig hægt er að fylgja eftir neytendaverndarlögum innan ESB.

Miðstöðin mun innhalda:

• Myndbönd með útskýringum um hvernig neytendaverndarlög ESB eiga við um starfsemi áhrifavalda.
• Samansafn af vefsíðum sem innihalda:
 Lagalegar samantektir og heimildir úr myndböndunum.
 Gátlista um hvernig bestu starfsvenjur eru í birtingu auglýsinga.
 Frekari úrræði, eins og tengingar við Evrópskar stofnanir og aðra viðeigandi aðila.

Sérfræðingar frá ýmsum sviðum koma fram á námskeiðinu, þar á meðal fulltrúar Framkvæmdastjórnarinnar, eftirlitsstjórnvalda og neytendasamtaka, fræðifólk um markaðssetningu áhrifavalda, blaðamenn og fleiri.

Skráning á námskeiðið fer fram á eftirfarandi vefsíðu:

https://us06web.zoom.us/webinar/register/WN_AL8oHoy9SjCudgar0343Qw#/registration

Neytendastofa hvetur alla hagsmunaaðila til að kynna sér þetta efni og skrá sig á námskeiðið.

TIL BAKA