Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

23.04.2024

Neytendastofa sektaði verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum í maí 2023. Þar á meðal var lögð 50.000 kr. sekt á verslun Vodafone í Smáralind.

Sýn hf. kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála og gerði athugasemdir við að bréf stofnunarinnar hafi ekki borist félaginu og því hafi verið brotið gegn andmælareglu stjórnsýslulaga.

Í niðurstöðum úrskurðarins er málsmeðferð Neytendastofu rakin og kemst áfrýjunarnefnd að þeirri niðurstöðu að stofnunin hafi ekki brotið gegn andmælarétti. Félagið hafi mátt vita eftir fyrri heimsókn Neytendastofu að stofnunin teldi verðmerkingar brjóta gegn ákvæðum laga en gætti ekki að því að koma verðmerkingum í rétt horf.

Áfrýjunarnefndin taldi Neytendastofu heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Sýn fyrir brotið og að sekt væri stillt í hóf.


Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA