Fara yfir á efnisvæði

Villandi afsláttarauglýsingar Fly Play.

15.07.2025


Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Fly Play hf., vegna auglýsinga um prósentuafslátt sem settur var fram með almennum hætti. Í auglýsingunum var afslátturinn ýmist tilgreindur án þess að takmarkanir kæmu fram eða stjörnumerktur með tilvísun til skilmála . Þegar smellt var á auglýsingarnar opnaðist bókunarvél þar sem finna mátti takmarkanir á afslættinum neðarlega á síðunni.

Við skoðun Neytendastofu á afsláttartilboðunum kom í ljós að afslátturinn miðaðist við flugfargjald, þ.e. fargjalds án skatta og opinberra gjalda, en ekki við endanlegt verð. Þetta leiddi til þess að auglýstur afsláttur var lægri en sá afsláttur sem neytandi fékk ef miðað er við endanlegt verð. Þá varð stofnunin einnig vör við að afslátturinn gilti ekki af öðru en flugfargjaldi án þess að þess væri getið í auglýsingunum.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að með því að tiltaka prósentuhlutfall til lækkunar sem miðist ekki við endanlegt verð flugmiða og með því að tilgreina ekki með skýrum hætti í auglýsingum sínum til hvaða vöru eða þjónustu afslátturinn nái til hafi Fly Play viðhaft villandi viðskiptahætti og brotið gegn reglum um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.

Bannaði stofnunin Fly Play að viðhafa umrædda viðskiptahætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA