Olís sektað fyrir brot gegn ákvörðun
01.08.2025
Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Olís í nóvember 2024 vegna auglýsinga félagsins um kolefnisjöfnun. Félagið hafði notast við fullyrðingarnar: „Við greiðum helming á móti – Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin“ og „Olís kolefnisjafnar allan sinn rekstur“ en hætti notkun þeirra á meðan á meðferð málsins stóð. Niðurstaða Neytendastofu í málinu var að fullyrðingarnar hafi verið villandi og óréttmætar gagnvart neytendum og ekki studdar fullnægjandi gögnum.
Eftir að ákvörðunin var tekin birtist fullyrðing um kolefnisjöfnun í smáforriti Olís og því hefur Neytendastofa nú lagt stjórnvaldssekt á félagið fyrir brot gegn ákvörðun.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér