Fara yfir á efnisvæði

Lokun 2G og 3G farsímaþjónustu

08.08.2025

Neytendastofa vekur athygli á fréttum Fjarskiptastofu og Vöruvaktarinnar um lokun 2G og 3G farsímaþjónustu. Lokunin fer fram í áföngum en á að ljúka hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum í síðasta lagi í árslok 2025. Þetta leiðir m.a. til þess að tæki sem aðeins styðja 2G/3G hætta að virka. Þetta geta verið símtæki, snjallúr og ýmis vöktunartæki. Hjá framleiðanda er hægt að leita upplýsinga um það hvaða fjarskiptanet tækið notar.

Þegar neytendur kaupa vörur ber seljendum að veita þeim skýrar og ítarlegar upplýsingar um vöruna. Þetta tekur t.d. til upplýsinga um tæknilega eiginleika vörunnar. Frá því að lokunin lá fyrir hefur seljendum tækja sem styðja eingöngu 2G/3G því borið að upplýsa neytendur um væntanlega lokun og áhrif hennar á notkun tækisins. Hafi seljandi ekki veitt þessar upplýsingar getur tækið talist gallað og neytandi átt rétt á úrbótum vegna þess.

Neytendastofa hvetur neytendur til að athuga hvort tækin þeirra séu háð 2G/3G og ef svo er að kanna hvort tækin styðji uppfærslu í 4G eða 5G.

TIL BAKA