Norrænu neytendayfirvöldin styrkja stefnumótandi samstarf sitt
Neytendayfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil átt í samstarfi um neytendavernd. Stofnanirnar hittast reglulega og deila reynslu sinni og hugmyndum um hvernig sé hægt að styrkja neytendavernd á Norðulöndunum. 
Fundurinn í ár var haldinn í Svíþjóð og var þar farið yfir ýmis málefni, s.s. notkun gervigreindar til að styrkja eftirlit á internetinu og reynslu stofnananna af því að takast á við svik á netinu. Sérstaklega var farið yfir stefnumótandi samstarf, þ.m.t. hlutverk neytendayfirvalda í stefnumótun neytendamála og innhleiðingu og framkvæmd nýrrar löggjafar. Dæmi um árangursríkt samstarf á Norrænum vettvangi var óformlegt bréf (e. non-paper) um stefnur í neytendamálum birt af ESB/EES meðlimum Norræna samstarfsins fyrr á þessu ári.
Á fundinum í Svíþjóð var ákveðið að styrkja samstarf stofnananna enn frekar með því að koma á fót teymi um stefnumál og aðferðarfræði. Teymið mun vera viðbót við nústarfandi hópa um stafræn málefni, misvísandi grænar staðhæfingar, verðupplýsingar, verndun barna og fjárhagsþjónustu. 
Samstarf Norrænu neytendayfirvalda til að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum kann ekki bara að hafa jákvæði áhrif á norræna markaði heldur einnig þá evrópsku.
