Fara yfir á efnisvæði

Drög að leiðbeiningum fyrir gjaldskyld bílastæði

12.11.2025

Neytendastofa birti ákvarðanir um merkingar á gjaldskyldum bílastæðum í sumar auk þess sem unnið er að fleiri málum um þessar mundir. Í tilefni þeirra athugasemda sem stofnunin hefur gert og sem hluti af aðgerðum atvinnuvegaráðuneytisins vegna bílastæða hefur stofnunin sett upp drög að leiðbeiningum fyrir fyritæki á þessum markaði.

Í leiðbeiningunum koma fram þær kröfur sem Neytendastofa gerir í ákvörðunum sínum auk leiðbeininga um önnur atriði. Þannig er fjallað um hvaða upplýsingar skal veita og hvernig þær skulu veittar auk þess sem leiðbeint er um að gæta þurfi ákvæða umferðalaga um notkun umferðamerkja og um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða.

Neytendastofa hvetur fyrirtæki, neytendur og hagsmunasamtök þeirra til að kynna sér drögin og senda stofnuninni athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum er til 26. nóvember n.k. Þess er óskað að umsagnir berist á netfangið postur@neytendastofa.is

Drögin má nálgast hér

TIL BAKA