21 Evrópskt flugfélag samþykkir að breyta viðskiptaháttum sínum þegar kemur að umhverfisfullyrðingum
21 flugfélag hefur samþykkt að breyta starfsháttum sínum er lúta að umhverfisfullyrðingum sem álitnar voru villandi af samstarfsneti neytendayfirvalda í Evrópu (CPC). Málið var unnið undir forystu neytendayfirvalda í Belgíu (Directorate General for Economic Inspection), Hollandi (Authority for Consumers and Markets), Noregi (the Norwegian Consumer Authority) og Spáni (Directorate General of Consumer affairs). Málið á rætur að rekja til þess að í júní 2023 gáfu Samtök evrópskra neytendasamtaka (European Consumer Organisation (BEUC)) út yfirlýsingu þar sem fordæmdar voru villandi umhverfisfullyrðingar Evrópskra flugfélaga.
Air Baltic, Air Dolomiti, Air France, Austrian Airlines, Brussels Airlines, Eurowings, Easyjet, Finnair, KLM, Lufthansa, Luxair, Norwegian, Ryanair, SAS, Swiss, TAP, Transavia France, Transavia CV, Volotea, Vueling og Wizz Air samþykktu öll að breyta starfsháttum sínum.
Framangreind flugfélög hafa skuldbundið sig til að láta af því að fullyrða eða gefa í skyn að í tengslum við losun koltvísýrings (CO₂) vegna tiltekins flugs sé unnt að ná kolefnishlutleysi, kolefnisjafna eða draga úr losun með fjárframlögum neytenda til loftslagsverkefna eða með notkun annarra eldsneytisgjafa í flugi.
Rætt var um eftirfarandi skuldbindingar við flugfélögin:
• Skýrt verði tekið fram í tengslum við losun koltvísýrings (CO₂) einstakra fluga að ekki verði náð kolefnishlutleysi, kolefnisjöfnun eða hægt að draga úr losun með beinum hætti með framlögum til umhverfisverkefna eða með notkun annarra eldsneytisgjafa;
• Orðalagið „sjálfbært flugeldsneyti” verði aðeins notað með viðeigandi útskýringum til rökstuðnings;
• Forðast verði notkun almenns og óljóss „græns“ orðalags, hugtaka eða óbeinna umhverfisfullyrðinga;
• Veittar verði frekari upplýsingar um fullyrðingar um framtíðar umhverfismarkmið – svo sem markmið um að ná kolefnishlutleysi– með skýrt afmörkuðum tímaramma, hvaða aðgerða verði gripið til og upplýsinga um þær tegundir losunar sem um ræðir;
• Tryggt verði að allir útreikningar á losun koltvísýrings (CO₂) séu settir fram á skýran og gagnsæjan hátt;
• Lögð verði fram fullnægjandi vísindaleg gögn og upplýsingar til stuðnings fullyrðingum um bætt umhverfisáhrif.
Næstu skref
Evrópsk neytendayfirvöld munu fara með eftirlit með innleiðingu þessara skuldbindinga samkvæmt uppgefinni tímalínu hvers flugfélags.
Til að tryggja sanngjarna og virka samkeppni á flugmarkaðinum munu neytendayfirvöld í Evrópu einnig hafa eftirlit með öðrum flugfélögum sem starfa á innri markaði EES og, eftir atvikum, krefjast sömu skuldbindinga af þeim.
Sjá meðfylgjandi upplýsingasíður til nánari upplýsinga (á ensku)
Complete list of commitments by the airlines
CPC Air travel - website
Consumer Protection Cooperation Network
Sustainable Consumption actions
Action against 20 airlines for misleading greenwashing practices
Lesa má fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í heild sinni hér