Fara yfir á efnisvæði

Piknik sektað fyrir brot gegn ákvörðun

18.12.2025

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart SH Import, rekstraraðila Piknik og vefsíðunnar piknik.is í júní 2024, vegna auglýsinga og markaðssetningu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum. Niðurstaða Neytendastofa í málinu var að félagið hafi brotið gegn auglýsingabanni með ólögmætum auglýsingum á slíkum vörum og lögð stjórnvaldssekt á Piknik. Var félaginu gefinn fjögurra vikna frestur til að fjarlægja markaðsefnið sem ákvörðunin laut að.

Stofnunin hefur nú fylgt málinu eftir og m.a. komist að þeirri niðurstöðu að Piknik hafi brotið gegn ákvörðun nr. 18/2024 þar sem ekki hafi verið gerðar viðeigandi úrbætur í samræmi við ákvörðunina. Undir rekstri málsins gerði félagið breytingar í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar.
Neytendastofa taldi tilefni til að sekta SH Import um 400.000 kr. fyrir brotið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA