Fara yfir á efnisvæði

Sekt fyrir óviðunandi verðmerkingar

19.12.2025

Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í verslunum sem staðsettar voru á Smáratorgi og Dalvegi í byrjun október sl. Farið var í 18 verslanir og skoðað hvort verðmerking væru sýnilegar á söluvörum og ústillingum verslananna. Í kjölfarið voru gerðar athugasemdir við 9 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.

Skoðuninni var fylgt eftir hjá þessum 9 fyrirtækjum og höfðu 8 þeirra bætt verðmerkingar þannig að ekki var tilefni til frekari athugasemda.

Hjá versluninni Sport 24 á Smáratorgi skorti verðmerkingar á útstillingum og því hefur verslunin nú verið sektuð fyrir óviðunandi verðmerkingar.

Ákvörðunina má finna hér.

TIL BAKA