Fara yfir á efnisvæði

Sýnileg framför verðmerkinga í kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu

11.02.2010

Fréttamynd

Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir í kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu til að athuga verðmerkingar í afgreiðsluborði og nammibar. Í fyrri könnuninni sem gerð var þann 28. desember var kannað ástand verðmerkinga í afgreiðsluborð og nammibar hjá Háskólabíói, Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og  Sambíóunum Álfabakka og Kringlunni. Í þeirri seinni sem gerð þann 25. janúar sl. voru kvikmyndahúsin heimsótt aftur og athugað hvort þau hefðu farið eftir tilmælum Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.  
Sýnileg framför var í flestum kvikmyndahúsanna frá fyrri heimsókn þar sem verðmerkingar voru af skornum skammti, en niðurstöður þeirrar heimsóknar má finna á heimasíðu Neytendastofu. Í nýliðinni heimsókn voru verðmerkingar í afgreiðsluborð í lagi hjá öllum kvikmyndahúsunum nema Smárabíó en þar var verðmerkingum ábótavant. Háskólabíó var eina kvikmyndahúsið þar sem ekkert kílóverð var sjáanlegt við nammibarinn. Neytendastofa hvetur kvikmyndahúsin að sjá til þess að lögum og reglum varðandi sýnileika verðmerkinga og sjálfsögðum rétti neytenda sé framfylgt.

Neytendastofa heldur áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara.

TIL BAKA