Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu að hluta

02.02.2010

SP-Fjármögnun leitaði til áfrýjunarnefndar neytendamála vegna ákvörðunar Neytendastofu nr. 25/2009. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að Neytendastofa teldi breytingar á skilmálum SP-Fjármögnunar, þar sem fast vaxtaálag var gert breytilegt, brjóta gegn ákvæðum 5. og 8. gr. laga nr. 57/2005. Vegna þess og með vísan til 1. mgr. 36. gr., sbr. 3. mgr. 36. gr. c., samningalaga vék Neytendastofa skilmálabreytingunni til hliðar.

Áfrýjunarnefndin staðfesti þá ákvörðun Neytendastofu að skilmálabreytingin fæli í sér brot gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 en felldi úr gildi þá ákvörðun að víkja skilmálabreytingunni til hliðar á grundvelli samningalaga nr. 7/1936.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA