Fara yfir á efnisvæði

Fyrsta reglugerðin um rafrænar undirskriftir tekur gildi

19.08.2011

Neytendastofa hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir. Fyrsta reglugerð um nánari framkvæmd laganna hefur nú verið staðfest, sbr. reglugerð nr. 780/211, um rafrænar undirskriftir. Undirritun sem gerð er með fullgildri rafrænni undirskrift og þannig studd fullgildu vottorði um nafn undirritanda, o.fl. telst ávallt fullnægja skilyrðum laga og því jafngild undirritun með eigin hendi, skv. 4. gr. laga nr. 28/2001.


Í reglugerðinni er að finna m.a. nánari reglur um upplýsingar sem fullgild vottorð skulu hafa að geyma þannig að þau tryggi sönnun á deili einstaklings sem notar slík skilríki. Reglugerðin setur nánari reglur um hvaða kröfur eru gerðar til vottunaraðila sem gefa út rafræn skilríki til undirritunar, hvaða kröfur eru gerðar til öruggs undirskriftarbúnaðar og með hvaða hætti afturköllun skilríkja og ógilding þeirra fer fram. Loks eru í reglugerðinni nánari ákvæði er varða tilhögun og framkvæmd eftirlits Neytendastofu með starfsemi vottunaraðila sem gefa út fullgild vottorð.


Reglugerðina má nálgast hér.

TIL BAKA