Fara yfir á efnisvæði

Verklagsreglur um eftirlit með innflutningi

05.01.2012

Á Evrópska efnahagssvæðinu gilda ýmsar reglur varðandi öryggi vöru. Yfirleitt er þar gerð krafa um CE-merkingu á vörum sem falla undir slíkar EES-reglur. Einnig er í gildi reglugerð  nr. 237/1996 um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar ber tollyfirvöldum að gera stjórnvöldum sem fara með markaðseftirlit með vörum viðvart ef grunur leikur á að innflutningur á vörum brjóti gegn settum reglum að þessu leyti.

Nýlega hafa verið samþykktar bindandi verklagsreglur fyrirsamstarf tollyfirvalda og stjórnvalda sem fara með markaðseftirlit á EES-svæðinu. Unnið er að þýðingu þessar reglna á íslensku en verklagsreglurnar á ensku má sjá hér.

TIL BAKA