Fara yfir á efnisvæði

Möguleg hætta af tölum

23.01.2012

Neytendastofa vekur athygli á aðvörun frá Lín Design. Nýlega komu upp tvö tilfelli þar sem tölur losnuðu af Góða nótt rúmfatnaði fyrir börn.  Á rúmfötunum eru 3 tölur saumaðar í efnið.  Lín Design hefur gengið úr skugga um að tölurnar eru vel saumaðar í efnið og fastar þegar varan fer frá okkur.  Við notkun, s.s. við þvott eða þegar skipt er um sængurver geta tölur losnað. Við bendum því foreldrum og forráðamönnum á að fylgjast með tölunum. Hægt er að fjarlægja tölurnar án þess að það hafi nokkur áhrif á gæði sængurversins.

Í fréttatilkynningu frá þeim er bent á að hafir þú einhverjar spurningar um vöruna þá sé hægt að hafa samband í  gegnum netfangið lindesign@lindesign.is eða í síma 533 2220. 

TIL BAKA