Fara yfir á efnisvæði

Eldsupptök við vökvadælur í frystihúsi á Breiðdalsvík

17.03.2006

Þriðjudaginn 14. mars s.l. varð eldur laus í frystihúsi Fossvíkur ehf. á Breiðdalsvík. Fljótlega varð ljóst að um mikinn eld var að ræða.

Neytendastofa hefur lokið vettvangsrannsókn ásamt lögregluyfirvöldum á Eskifirði.

Rannsókn beindist strax að vökvadælum sem staðsettar voru á lofti þess hluta frystihússins sem brann og eru líkur á að bilun hafi orðið í rafmagnsbúnaði tengdum áðurnefndum vökvadælum.
 

 

Frystihús Fossvíkur ehf. á Breiðdalsvík eftir brunann.
 

TIL BAKA