Fara yfir á efnisvæði

Lénið okuleikni.is ekki bannað

26.10.2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun á léninu okuleikni.is.
Brautin – bindindisfélag ökumanna leitaði til Neytendastofu vegna notkunar ökukennara á léninu okuleikni.is sem er samhljóða vörumerki Brautarinnar, ökuleikni. Brautin heldur árlega aksturskeppni undir nafninu ökuleikni og taldi Brautin notkun lénsins valda ruglingi.

Að mati Neytendastofu veldur notkun lénsins ekki ruglingi á milli ökukennarans og Brautarinnar og því taldi stofnunin ekki ástæðu til að banna notkun þess.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA