Fara yfir á efnisvæði

Staðlar í frístundum og leik

31.08.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vill benda á að vörur sem notaðar eru í frístundum verða að uppfylla viðeigandi öryggiskröfur og því er nauðsynlegt að þeir sem kaupa inn eða nota slíkar vörur hugi að því hvort þær uppfylli kröfur laga og opinberra staðla um öryggi vörunnar og beri CE-merki því til staðfestingar.

Af því tilefni hefur Neytendastofa sent fulltrúum í Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi myndakort með upplýsingum um staðla í frístundum og leik sem minnir á mikilvægi þess að gera viðeigandi öryggiskröfur til þeirrar vöru sem tekin er til notkunar hverju sinni.

Myndakortið má sjá hér.

TIL BAKA