Fara yfir á efnisvæði

Réttar mælingar eru allra hagur

21.11.2008

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á að mælitæki, sem notuð eru í viðskiptum til að ákvarða massa eða magn, eiga að vera löggilt og til marks um það eiga slík tæki að bera sérstakan löggildingarmiða til að staðfesta að löggilding sé í gildi. Þessi mælitæki eru einkum vogir í búðarkössum (afgreiðslukössum) og einnig vogir í kjötborðum. Þá má einnig nefna eldsneytisdælur fyrir bensín og dísel olíu. Til að kynna löggildingarmiðann, sem á að vera á þessum tækjum, hefur Neytandastofa gert auglýsingu sem birtast mun í ýmsum miðlum. Tilgangur kynningar er að benda á að réttar mælingar eru allra hagur en með löggildingu á að tryggja að mælitæki mæli rétt. Ennfremur er tilgangur þessarar kynningar að hvetja fólk til að tilkynna Neytendastofu, t.d. í gegnum rafræna Neytendastofu (sjá www.neytendastofa.is), um útrunnar eða ólöggiltar vogir og bensíndælur.

TIL BAKA