Fara yfir á efnisvæði

Löggildingareftirlit árið 2007

27.09.2007

Skoðunarmenn Neytendastofu fóru um Suðurnes í ársbyrjun og hluta Norður- og Suðurlands og allt Austurland í ágúst og september síðastliðnum til að kanna ástand mælitækja og einkum hvort löggildingarskyld mælitæki á borð við vogir, bensíndælur og olíudælur væru löggilt. Árlega eru slíkar ferðir farnar á tiltekin svæði til að kanna raunverulega stöðu í löggildingum á viðkomandi svæði svo og að finna nýja aðila sem nota löggildingarskyld mælitæki.
Í lögum 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn frá 14. júní 2006 er þessi skilgreining:
Löggilding mælitækis er aðgerð til að tryggja og staðfesta formlega að mælitæki fullnægi öllum kröfum laga og reglugerða. Löggilding fer fram með athugun, merkingu og/eða útgáfu vottorðs og er venjulega lokið með innsiglun á aðgengi stillinga
M.ö.o. er löggilding neytendavernd til að tryggja að mælitæki mæli rétt og verndi neytendur  fyrir tjóni af röngum mælingum.
Niðurstöður úttektarinnar voru nokkuð langt frá því að vera viðunandi, sjá nánar hér.

TIL BAKA