Fara yfir á efnisvæði

Ingvar Helgason hefur innkallað Renault bifreiðar

07.07.2010

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ingvari Helgasyni varðandi innköllun á Renault bifreiðum af gerðinni Scenic II vegna endurforritunar á rafrænni handbremsu sem í einstökum tilvikum getur haft þær afleiðingar að handbremsan fer á.  Um að ræða bifreiðar framleiddar frá upphafi framleiðslunnar fram til 20. júní 2005. Ingvar Helgason hefur haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA