Fara yfir á efnisvæði

Nýr samningur um markaðseftirlit raffanga

01.03.2007

Þann 26. febrúar 2007 var, að undangengnu útboði, undirritaður samningur milli Neytendastofu og Aðalskoðunar hf. um skoðun raffanga á markaði. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að Aðalskoðun hf., sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði undir stjórn öryggissviðs Neytendastofu samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.
Aðalskoðun hefur sinnt þessu verkefni undanfarin fjögur ár og í sjö af síðustu 10 árum.
 
Á meðfylgjandi mynd handsala Bergur Helgason framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. (t.h.) og Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu samninginn.

TIL BAKA