Fara yfir á efnisvæði

20 nýútskrifaðir vigtarmenn

24.01.2013

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 14 – 16 janúar. Í Reykjavík sátu 14 þátttakendur námskeiðið en einnig sátu sex fjarnámskeið sem var haldið á samtímis á Húsavík og Kópaskeri.

Námskeiðið byggir á að fara yfir lög og reglugerðir á vegum Neytendastofu m.a. um mælingar, mæligrunna, vogir, einingar, vigtarmenn, löggildingu voga, eftirlit með löggildingum voga, merkingu löggiltra voga og hæfi vigtarmanna. Á vegum Fiskistofu er m.a. farið yfir lög og reglugerðir um stjórnun fiskveiða, umgengni um nytjastofan sjávar, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Námskeið hafa verið haldin þrisvar á ári og verður næsta löggildingarnámskeið haldið í júní 2013.

Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fá upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin og fleira er þeim tengist eins og tímasetningar næsta námskeiðs og þar er einnig hægt að innrita sig á námskeið. Þar má líka finna og hala niður hluta af námsefninu sem farið er yfir.

TIL BAKA