Fara yfir á efnisvæði

Tannlæknar setja upp verðskrár á biðstofum

08.03.2010

Eins og fram kom í frétt frá 20. janúar síðastliðnum um heimsókn til tannlækna á höfuðborgarsvæðinu, vantaði sýnilega verðskrá hjá 33 tannlæknum og voru þeir beðnir að bæta úr því hið fyrsta. Fóru starfsmenn Neytendastofu í aðra ferð til þessara tannlækna dagana 24. febrúar – 4.mars síðastliðinn til að kanna hvort þeir hefðu orðið við ábendingum. Tannlæknarnir tóku vel við sér og hengdu allir sem einn upp verðskrá í biðstofu sinni. Er þetta mjög ánægjuleg þróun og gott að sjá svona góð viðbrögð við ábendingum starfsmanna Neytendastofu.

Eftirlit starfsmanna Neytendastofu með verðmerkingum mun halda áfram enda hefur reynslan sýnt að nauðsynlegt er að minna reglulega á rétt neytenda til skýrra og skilmerkilegra verðmerkinga.

TIL BAKA