Fara yfir á efnisvæði

Sektarákvörðun Neytendastofu staðfest

28.07.2010

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 7/2010 staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að sekta Kaupás um 350.000 kr. fyrir skort á verðmerkingum í verslun Krónunnar Hvaleyrarbraut.

Áfrýjunarnefndin gerði í úrskurði sínum athugasemdir við meðferð málsins hjá Neytendastofu en taldi það þó ekki leiða til þess að ástæða væri til að fella ákvörðunina úr gildi. Áfrýjunarnefndin taldi Neytendastofu hins vegar ekki hafa brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með ákvörðuninni. Kaupás hafi verið gefinn kostur á að koma verðmerkingum í viðunandi horf áður en til sektar kæmi auk þess sem telja yrði að sektarfjárhæðin væri hófleg þegar litið væri til þeirra marka sem fram kæmu í lögunum.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA