Fara yfir á efnisvæði

Vigtarmannanámskeið í janúar 2012

26.01.2012

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í Reykjavík í janúar. Mjög góð mæting var á almenna námskeiðið en það var alveg fullt. Á almenna námskeiðið mættu 26 manns og á endurmenntunarnámskeiðið mættu 13.

Gerð verður tilraun til að halda fjarfundarnámskeið til endurlöggildingar vigtarmanna þann 6. febrúar nk. í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og verður mögulegt að sitja námskeiðið á ákveðnum starfsstöðvum á Þórshöfn, Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Norðfirði. Skráning fer fram hjá Neytendastofu.

Farið er yfir lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, reglur um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna og reglugerð um löggildingarskyldu mælitækja í notkun. Jafnframt er farið yfir reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum, reglugerð um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja og reglugerð um ósjálfvirkar vogir, reglugerð um mælieiningar og að auki reglugerð um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22 um mælitæki. Áhersla er einnig lögð á lög og reglugerðir um efni sem tengist vigtun sjávarafla. Leiðbeinendur koma frá Neytendastofu, Fiskistofu og Löggildingu ehf. Námskeiðið var haldið í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21.

Grunnámskeið hafa verið haldin þrisvar á ári og verður næsta löggildingarnámskeið haldið í maí  2012. Næsta endurmenntunarnámskeið verður ekki haldið aftur fyrr en árið 2016.

Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fá upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin og fleira er þeim tengist eins og tímasetningar næsta námskeiðs og þar er einnig hægt að innrita sig á námskeið. Þar má líka finna og hala niður hluta af námsefninu sem farið er yfir.

TIL BAKA