Fara yfir á efnisvæði

Vínmál

31.07.2012

Vínmál, sjússamælar, bjórglös o.fl. er skylt að löggilda eða nota sérstaklega merkt glös. Öll vínmál sem framleidd eru og markaðssett eftir að tilskipun nr. 2004/22/EB var samþykkt falla nú undir ákvæði hennar en tilskipunin er innleidd hér á landi með lögum nr. 91/2006 svo og reglugerð nr. 465/2007, um mælitæki. Vínmál sem ætluð eru til að mæla áfenga vökva, sem seldir eru til neytenda í lausri sölu, eiga að vera í samræmi við reglur tilskipunarinnar. Í undirbúningi er hjá Neytendastofu ný reglugerð um vínmál enda nauðsynlegt að uppfæra reglur um sölu á áfengum drykkjum.

Á veitingahúsum eiga að vera merkt glös, t.d. við sölu á bjór og léttvíni. Á næstunni mun Neytendastofa herða eftirlit með slíkum mælitækjum enda stuðlar það að gagnsæi í viðskiptum, jafnar samkeppni og styrkir neytendavernd.

TIL BAKA