Fara yfir á efnisvæði

Fræðslufundur um vogir

09.12.2009

Fréttamynd

Neytendastofa bauð til fræðslufundar um vogir fimmtudaginn 3. desember 2009 í húsnæði stofnunarinnar. Á fundinn mættu söluaðilar vogar, aðilar sem veita þjónustu við notendur voga s.s. hugbúnaðarþjónustu og einnig starfsmenn fyrirtækja sem hafa umboð Neytendastofu til að löggilda vogir auk starfsmanna Neytendastofu. Kynntar voru kröfur til voga, sem eru settar á markað. Einnig var rætt um kvarðanir og löggildingar voga frá sjónarhorni mælifræðinnar, eftirlit, löggildingar og löggildingarskyldu voga.

Kostur við slíkan fund er að þátttakendur geta spurt starfsmenn Neytendastofu beint um ákveðna þætti. Starfsmönnum Neytendastofa fannst fundurinn gagnlegur og telja að þessi aðferð henti vel til að ná til ákveðinna hópa innan mælifræðinnar um ákveðin svið. Kom fram á fundinum ósk um að þátttakendur yrði settir á póstlista til að auðvelda og auka samskipti stofnunarinnar og umræddra aðila. Starfsmenn Mælifræðisviðs hvetja aðila, sem vilja vera á póstlistanum, til að senda skilaboð á postur@neytendastofa.is.

TIL BAKA