Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 12/2006

25.10.2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að innheimta Fasteignasölunnar Fasteign.is á umsýslugjaldi úr hendi kaupanda fasteignar án þess að gera um það sérstakan samning brjóti gegn ákvæðum 5. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Ekki hafi verið sýnt fram á að fasteignasala beri að koma skjölum kaupanda til þinglýsingar né að kaupanda sé óheimilt að gera það.

Neytendastofa telur að til að umsýslugjöld uppfylli skilyrði um góða viðskiptahætti verði fasteignsala að upplýsa kaupanda um heimildir hans til að fara sjálfur með skjöl til þinglýsingar og afla tilskilinna gagna. Kjósi kaupandi engu að síður að nota þjónustu fasteignasalans þurfi að gera við hann samning þar um. Sjá nánar ákvörðun nr. 12/2006.

TIL BAKA