Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar BT

04.07.2012

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á BT fyrir að auglýsa vaxtalausar raðgreiðslur án þess að tiltaka lántökugjald.

Nokkuð algengt er að verslanir bjóði neytendum að kaupa vörur með raðgreiðslusamningi á kreditkorti. Almennt bera þessir samningar bæði lántökugjöld og vexti en sumar verslanir bjóða samningana án vaxta. Neytendastofa hefur gert kröfu til þess að þegar seljendur auglýsi vaxtalausa raðgreiðslusamninga komi skýrt fram hvert lántökugjald samningsins er.

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingar BT um vaxtalausar raðgreiðslur í ágúst 2009 og var auglýsingunum breytt í kjölfar þess. Áður hafði stofnunin einnig gert athugsemdir við sambærilegar auglýsingar fyrri rekstraraðila BT. Í mars 2012 auglýsti BT aftur með fyrri hætti þannig að upplýsingar um lántökugjald vantaði. Því var fyrirtækinu gert að greiða stjórnvaldssekt fyrir brot á eldri ákvörðun Neytendastofu.

Neytendur geta sent stofnuninni ábendingar um auglýsingar á vaxtalausum raðgreiðslum án þess að lántökugjald sé tilgreint á rafrænni Neytendastofu, www.rafraen.neytendastofa.is

Ákvörðun BT má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA