Fara yfir á efnisvæði

Lénið leikjavaktin.is

05.03.2013

Skynet ehf. sem rekur vefsíðuna vaktin.is kvartaði yfir skráningu og notkun Paintball ehf. á léninu leikjavaktin.is. Í kvörtuninni kemur fram að Skynet telji að neytendur muni álíta að tengsl séu á milli leikjavaktin.is og vaktin.is sem muni hafa slæm áhrif á vaktin.is.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að orðið vakt eða vaktin hefði svo almenna skírskotun að ekki væri hægt að öðlast einkarétt á notkun þess sem hindri aðra til notkunar orðsins í viðskiptum. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.
 
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA