Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar sérvöruverslanir

03.11.2011

Neytendastofa hefur sektað tvær sérvöruverslanir í kjölfar könnunar á ástandi verðmerkinga. Verslununum var gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag en þær fóru ekki að tilmælum stofnunarinnar.

Neytendastofa hefur nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á Storm í Reykjavík fyrir að verðmerkja ekki allar vörur í verslunarrými og 50.000 kr. stjórnvaldssekt á Orginal í Reykjanesbæ fyrir að vera með óverðmerktar söluvörur í sýningarglugga verslunarinnar.

Ákvarðanirnar eru nr. 63/2011 og 64/2011 og má nálgast hér

TIL BAKA