Fara yfir á efnisvæði

Ástand verðmerkinga á Akranesi og í Borgarnesi.

22.01.2009

Í desember gerði Neytendastofa könnun á verðmerkingum í matvöruverslunum, bakaríum og sérvöruverslunum á Akranesi og í Borgarnesi.

Farið var í sjö matvöruverslanir á svæðinu. Valdar voru 25 vörur af handahófi í hverri verslun, kannað hvort þær væru verðmerktar og hvort verðmerking á hillu væri í samræmi við verð á kassa. Tvær matvöruverslanir voru með allt rétt merkt, Samkaup/Úrval Borgarnesi og verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Alls voru skoðaðar 175 vörur og voru verðmerkingar á 37 vörum  í ólagi

Kannaðar voru verðmerkingar í þremur bakaríum og reyndust þær í góðu lagi.
Verðmerkingar voru kannaðar í 21 sérvöruverslun bæði inni í verslun og í sýningarglugga. Allir sýningargluggar voru í lagi og aðeins í tveimur tilfellum voru gerðar smávægilegar athugasemdir vegna verðmerkinga inni í verslunum

Ábendingum vegna rangra eða ófullnægjandi verðmerkinga má koma til Neytendastofu í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni www. rafraen.neytendastofa.is.

 

TIL BAKA