Fara yfir á efnisvæði

Brunahætta af myndavélum

21.08.2006

Innköllun á stafrænum myndavélum af gerðinni HP Photosmart R707 frá Hewlett Packard fer nú fram á vegum fyrirtækisins. Af umræddum myndvélum, sem seldar voru á tímabilinu ágúst 2004 til maí 2006, getur stafað brunahætta séu þær ekki notaðar með réttri gerð af rafhlöðum, nánari upplýsingar er að finna á vef Hewlett Packard.

Til lausnar á vandamálinu er boðinn nýr hugbúnaður, nánari upplýsingar er að finna á vefjum Opinna kerfa ehf og Hewlett Packard.

Rafföng: Stafrænar myndavélar.

Vörumerki: Hewlett Packard

Tegund / Gerð: HP Photosmart R707.

Þekktir söluaðilar á Íslandi:  Selt af mörgum mismunandi aðilum. 

Hætta: Af myndavélunum getur stafað brunahætta séu þær ekki notaðar með réttri gerð af rafhlöðum, sjá nánar á vef Hewlett Packard.

Hvernig er hægt að þekkja rafföngn ?: Tegundarmerking. Sjá nánar á vef Opinna kerfa ehf og Hewlett Packard.

Hvað eiga eigendur slíkra raffanga að gera ?: Eigendur eiga að snúa sér þegar í stað til Opinna kerfa ehf (sjá nánar á vef Opinna kerfa ehf) og nota myndavélarnar alls ekki með einnota rafhlöðum heldur eingöngu réttri gerð hleðslurafhlaða. Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi söluaðila á Íslandi. 

TIL BAKA