Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Gentle Giants og merking á miðasölu

07.12.2012

Neytendastofu barst kvörtun frá Norðursiglingu yfir auglýsingum í ferðabæklingi Gentle Giants og auglýsingu á miðasöluhúsi fyrirtækisins.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Gentle Giants í ferðabæklingi fyrirtækisins væru greinilega tengdar fyrirtækinu og því í lagi með auglýsingarnar. Aftur á móti var merkingin „THE TICKET CENTER“ á miðasöluhúsi Gentle Giants talin gefa til kynna að þar væri um að ræða eina miðasöluhúsið á svæðinu. Í ákvörðun Neytendastofu var Gentle Giants bannað að merkja og auglýsa miðasöluhúsið með þessari fullyrðingu.

Ákvörðun nr. 49/2012 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA