Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á burðarpokum, Baby Carrier Active

16.09.2004

Um er að ræða burðarpoka sem seldir voru á tímabilinu desember 2003 til ágúst 2004.

Ástæða innköllunarinnar er sú að spenna eða smella, sem heldur burðarpokanum saman, hefur í vissum tilvikum gefið sig en við það er hætta á að barn í burðarpokanum geti dottið úr honum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu bendir kaupendum burðarpoka af tegundinni Baby Björn, Baby Carrier Active að hafa samband við viðkomandi verslun í því skyni að fá skipt út gömlu smellunni fyrir nýja ásamt því að fá öryggisól sem nú fylgir vörunni frá framleiðanda.  Upplýsingar um innköllunina er einnig að finna á heimasíðu framleiðenda www.babybjorn.se

Þekktur söluaðili hér á landi er verslunin BabySam í Skeifunni 8, Reykjavík og verslunin BabySam Smáralind, Kópavogi.

Nánari upplýsingar veitir markaðsgæsludeild Löggildingarstofu, Fjóla Guðjónsdóttir, s. 510 1100.

TIL BAKA