Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA bifreiðar

22.05.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju um innköllun á KIA bifreiðum, Picanto. Um er að ræða 68 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2011 til 29. mars .2012.

Ástæða innköllunarinnar er sú handbremsan losnar ekki að fullu.

Bílaumboðið hefur þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA