Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Prius

01.09.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi vegna innköllunar á Prius NHW11 árgerð 2000. Ástæða innköllunarinnar er sú að stoppró í stýrisvél getur losnað ef stýrinu er ítrekað beitt af fullum kröftum alveg í botn til hægri eða vinstri. Ef róin losnar verður þyngra að snúa stýrinu til vinstri vegna minni virkni hjálparaflsins í stýrinu.

Toyota hefur þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

 

TIL BAKA