Fara yfir á efnisvæði

Fiskmarkaðurinn og Potturinn og Pannan sektuð

28.09.2010

Neytendastofa hefur sektað veitingastaðina Fiskmarkaðurinn og Potturinn og Pannan um 50.000 kr. hvor fyrir að fara ekki að tilmælum Neytendastofu um verðmerkingar.

Í síðustu viku greindi Neytendastofa frá því að stofnunin hafi sektað Ruby Tuesday fyrir að hafa ekki matseðil með verði við inngöngudyr eins og verðmerkingareglur gera ráð fyrir. Neytendastofa hefur nú einnig sektað Fiskmarkaðinn og Pottinn og Pönnuna fyrir sama brot.

TIL BAKA