Fara yfir á efnisvæði

Eldri gerð af Skotta á hjóli ekki í lagi

26.02.2013

Fréttamynd

Fígúran "Skotti á hjóli" sem sett hefur verið á páskaegg frá Freyju árið 2011 og 2012 uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til leikfanga.  Neytendastofa hvetur fólk til að athuga hvort þessi vara leynist í leikfangakössum og að farga henni þar sem fullnægjandi gögn um öryggi vörunnar eru ekki til.

Neytendastofa hefur í góðu samstarfi við Freyju ehf. farið yfir merkingar á umbúðum og gögn fyrir nýjar fígúrur sem munu skreyta páskaegg Freyju 2013.  Nýju fígúrurnar  uppfylla formleg skilyrði um öryggi og merkingar sem gerðar eru til leikfanga.

Neytendastofa telur því ekki ástæðu til að gera frekari athugasemdir við "Skotta á hjóli".

TIL BAKA